Prag

Prag, höfuðborg Tékklands, er tvískipt af Vltava ánni. Hún er kölluð „borg hundraða spíra“ og er þekkt fyrir gamla bæjartorgið sitt, hjarta sögulega kjarna þess, með litríkum barokkbyggingum, gotneskum kirkjum og miðaldastjörnuklukkunni, sem sýnir líflega sýningu á klukkutíma fresti. Karlsbrúin var fullgerð árið 1402 og er fóðruð styttum af kaþólskum dýrlingum. 

Karslbrúin er einn allra fallegasti og rómantískasti staðurinn í Prag. Þú getur óskað þér er þú stendur á brúnni og samkvæmt þjóðsögunni rætist óskin. Fallegasta og tilkomumesta útsýnið í borginni er frá Karlsbrúnni í ljósaskiptunum; þegar það er farið að rökkva og hundruð ljósa lýsa upp borgina. Á kvöldin er tilvalið að fara og fá sér að borða á hefðbundnum tékkneskum veitingastað. Miðbærinn í gamla bænum, Staré Mésto er eiginlega "sál" borgarinnar og hann þarf að skoða og upplifa með gamla ráðhústorginu,Staroméstské náméstí, ráðhúsinu og  turninum með stjörnuúrinu. Á hádegi safnast þar alltaf mikill mannfjöldi og fylgist með turninum þar sem einn hluti klukkunnar "fer af stað".  Dauðinn birtist í líki beinagrindar með stundaglasið í annarri hendinni og á eftir honum Kristur og postularnir tólf.  

Það þarf líka að ganga í gegnum gyðingaghettoið gamla með synagogunni "gömlu-nýju" og sérkennilega grafreitnum þeirra, sem er í dag annar elsti grafreiturinn sem varðveist hefur frá tímum nazista. Takmarkað pláss olli því að grafirnar "hlóðust upp", jarðvegur var sóttur annars staðar frá og sífellt bætt ofan á. Talið er að grafirnar liggi í 12 lögum.  
Áhugaverðir staðir  
Kastalinn - Prag skarar fram úr í heimsmetabók Guinness. Kastalinn í Prag hefur verið útnefndur stærsta kastalabygging í heimi. Þessi stórkostlega bygging er 570 metra löng og 130 metra breið. Það gæti tekið 40-60 mínútur að ganga í kringum hana! 
Bjór - Besti bjór í heimi varð bara betri. Frá því að Pilsner Urquell var fundið upp árið 1842 hafa Tékkar verið frægir fyrir að framleiða nokkrar af bestu bruggtegundum heims. En alþjóðlega frægu vörumerkin - Urquell, Staropramen og Budvar - hafa verið jafnaðar, og jafnvel umfram, fullt af svæðisbundnum tékkneskum bjórum og örbrugghúsum sem koma til móts við endurnýjaðan áhuga á hefðbundinni bruggun. Aldrei áður hafa tékkneskir krár boðið upp á jafn mikið úrval af bruggi – nöfn sem þú þarft nú að fá að vita eru Kout na Šumavě, Primátor, Únětice og Matuška. 
Góði dátinn Svejk - Fyrir þá sem lesið hafa Góða dátann Svejk eftir Jaroslav Hasek, er ekki hægt að ganga fram hjá kránni sem hann hélt til á í sögunni góðu, Hostinec U Kalicha (Bikarinn), og fá sér þar a.m.k. bjór ef ekki heila máltíð og kannski að kaupa svo sem eins og eina dátahúfu. 
Wencelas Square í Prag er nokkurs konar útgangspunktur fyrir ferðalanga jafnt sem borgarbúa. Það tilheyrir "nýja bæjarhlutanum" Nové Mesto. Það var á Wenceslas torgi árið 1918 þar semTékkland var lýst lýðveldi. Það var líka inn á þetta torg sem sovéskir skriðdrekar brunuðu inn á í ágúst 1968 og bundu enda á "vorið í Prag". 
Wenceslas torgið er þó gott betur en torg því það er ein helsta verslunargata Prag. Við efri enda þess gnæfir Þjóðminjasafnið í Prag og svolítið til vinstri við það Ríkisóperan. Enn lengra til vinstri en ekki í sjónmáli stendur síðan járnbrautarstöð Pragbúa. Þeir sem vilja versla í Prag ættu ekki að láta Wenceslas Squarer framhjá sér fara, No Porici aðalverslunargötun eða Palladium verslunarmiðstöðina. Á Parizska Street eru verslanir frægra hönnuða, þekkt vörumerki og dýrari verslanir.