Karslbrúin er einn allra fallegasti og rómantískasti staðurinn í Prag. Þú getur óskað þér er þú stendur á brúnni og samkvæmt þjóðsögunni rætist óskin. Fallegasta og tilkomumesta útsýnið í borginni er frá Karlsbrúnni í ljósaskiptunum; þegar það er farið að rökkva og hundruð ljósa lýsa upp borgina. Á kvöldin er tilvalið að fara og fá sér að borða á hefðbundnum tékkneskum veitingastað. Miðbærinn í gamla bænum, Staré Mésto er eiginlega "sál" borgarinnar og hann þarf að skoða og upplifa með gamla ráðhústorginu,Staroméstské náméstí, ráðhúsinu og turninum með stjörnuúrinu. Á hádegi safnast þar alltaf mikill mannfjöldi og fylgist með turninum þar sem einn hluti klukkunnar "fer af stað". Dauðinn birtist í líki beinagrindar með stundaglasið í annarri hendinni og á eftir honum Kristur og postularnir tólf.