Mílanó

Mílanó borg er hjarta tískunnar, óperu og hönnunar.  Borgin á sér mikla sögu sem sést hvað mest á Duomo kirkjunni í miðbæ Mílanó. Við Navigli ána er ótrúlega fallegt hverfi þar sem tilvalið er að skella sér á aperitivo og njóta þeirrar yndislegu ítölsku hefðar með heimamönnum.

Snillingurinn Leonardo da Vinci setti sinn svip á Mílanó með verkinu síðasta kvöldmáltíðin í kirkjunni Santa Marie delle Grazie. Mekka óperunnar er í La Scala og að skella sér á óperu er upplifun sem enginn er svikinn af. Fjöldinn allur af úrvals veitinga- og skemmtistöðum eru í borginni og iðar mannlífið langt fram á nótt á hverjum einasta degi. Í Mílanó finna allir sér eitthvað fatarkyns við hæfi og afskaplega auðvelt er að fylla ferðatöskurnar af fallegri ítalskri hönnun. Borgin hefur að geyma ýmsa fallega garða þar sem njóta má lífsins. Einnig er stutt er í aðrar ítalskar perlur frá Mílanó eins og Garda vatnið, Como vatnið, Cinque Terre og að sjálfsögðu hið þekkta vínhérað Toscana. Hvað meira er hægt að biðja um í einni ferð? Borg sem hefur eitthvað að geyma fyrir alla. 
Áhugaverðir staðir 
Duomo di Milano Kirkjan- Stendur á Duomo torginu sem er í hjarta miðbæjar Mílanó. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er áberandi merki borgarinnar. Gaman er að labba um kirkjuna og upp á hana einnig. En þaðan er fallegt útsýni yfir Mílanó. 
Gallería Vittoria Emanuele II - Er falleg bygging sem er opin í átt að Duomo og í hina áttina í átt að Scala óperuhúsinu. Hátískuhönnun og lúxus kaffihús eru inn í Gallería og hafa ófáar tískusýningar verið haldnar þar inni. Giuseppe Mengoni hannaði bygginguna sem var stærsta verslunarsvæði í Evrópu á sínum tíma. 
Santa Maria della Grazie - Er merkileg kirkja, en ekki samt fyrir útlit hennar heldur fyrir eitt þekktasta málverk allra tíma. Málverkið eftir Leonardo da Vinci, Síðasta kvöldmáltíðin eða Cenacolo Vinciano. Verkið er málað á vegg kirkjunnar á árunum 1495-1497. 
Teatro alla Scala - eða óperuhúsið Scala. Eitt þekktasta og flottasta óperuhúsið er í miðbæ Mílanó. Svo sannarlega vert að skoða eða fara á óperu í Scala þar sem allir helstu óperusöngvarar hafa stigið á svið. Við eigum a.m.k. einn þar á meðal, Kristján Jóhannsson. Einnig er gaman að fara á Museo Teatrale alla Scala þar sem saga Scala er sögð í máli og myndum. 
Naviglio Grande- Er ótrúlega heillandi svæði. Hvort sem það sé á vorin eða á góðu vetrarkvöldi. Síkið, veitingastaðirnir og birtan af þeim gefur tóninn fyrir góðu kvöldi. Mikið er af góðum veitinga- skemmtistöðum og börum eru á svæðinu. Einnig er mikið um skemmtilegar sérverslanir. Sannarlega svæði sem vert er að skoða. 
Porta Ticinese - Var áður fyrr borgarhlið Mílanóborgar. Mikið af úrvals veitingastöðum og aperitivo stöðum eru á Corso di Porta Ticinese. Einnig eru þar skemmtilegar sérverslanir. Frá Porta Ticinese er stutt á sjarmerandi síkið við Navigli. 
Sforza Castle - Er gamall kastali sem var í eigu Visconti og Sforza fjölskyldnanna sem réðu ríkjum yfir Mílanó borg á árunum 1277-1535. Í dag er að finna þarna fallegan kastalagarð sem Mílanóbúar nota gjarnan til afslöppunar. Einnig eru listasöfn og má þar finna síðasta meistaraverk Michaelangelos, Pietá Rondanini, auk fjölda annara verka.