Liverpool

Liverpool er æðisleg borg og er helst þekkt fyrir að vera heimaborg Bítlanna. Liverpool er mikil hafnarborg og borgin er meðal þekktustu tónlistarborga heims og ein af háborgum knattspyrnunnar. Í dag er Liverpool fimmta stærsta borg Englands með tæplega 500.000 borgarbúa og iðar af fjölbreyttu og heillandi mannlífi.

Liverpool er æðisleg borg og er helst þekkt fyrir að vera heimaborg Bítlanna. Liverpool er mikil hafnarborg og borgin er meðal þekktustu tónlistarborga heims og ein af háborgum knattspyrnunnar. Árið 2008 var Liverpool valin menningborg Evrópu og í tilefni af því var mikð tekið til í borginni og er ásýnd borgarinnar allt önnur. Í dag er Liverpool fimmta stærsta borg Englands með ein og hálf miljón manna í Liverpool og næsta nágrenni. 
 
Rafrænt ferðaleyfi 
Farþegar á leið til Bretlands þurfa að sækja um rafrænt ferðaleyfi (ETA). Sækja þarf um ETA-heimild í síðasta lagi 72 klst. fyrir brottför. Athugið að farþegar sem eru ekki með ETA-heimild eiga á hættu að vera neitað um borð í flug til Bretlands. 
 
Ferðir til og frá flugvelli 
Það er best að taka strætó eða leigubíl frá flugvellinum í Liverpool í miðborgina. 
 
Veitingastaðir 
  • Bierkeller er bjórstaður í anda Októberfest. Þar sem setið er á trjábekkjum við trjáborð og ekki vantar bjórinn og grillaða kjötið á kvöldin. Á aðallega á föstu-og laugardagskvöldum má búast við að allir standa uppá bekkjum og borðum og dansa og syngja. Staðurinn sýnir einnig frá fótboltaleikjum á daginn. 
  • Tai Pan er mjög góður kínverskur veitingastaður við Great Howard Street sem er rétt fyrir utan miðbæinn en vel þess virði fyrir flottan kínverskan mat. Stór staður sem ræður við hópa og er verðið gott. 
  • Marco Pierre White er gott steikhús á Chapel Street. Ekkert sérstaklega dýrt miðað við gæði.  
  • Viva Brazil er flottur brasilískurstaður sem býður uppá brasilískt grill. Maður fær eins mikið af kjöti og maður getur mögulega borðað fyrir 24 pund (og minna á sunnudögum). 
  • Sapporo er mjög góður japanskur staður þar sem kokkarnir koma að borðinu og matreiða fyrir framan þig. Frábær matur og matreiðslan eykur á skemmtun. Mjög góður staður fyrir stærri hópa. 
  • Gusto er ítalskur veitingastaður og bar í Albert Dock.  Virkilega fínn staður og alls ekki ólíklegt að hitta á Liverpool leikmenn þar úti að borða á kvöldin eftir leiki.   
  • Alma de Cuba er frábær S-Amerískur veitingastaður sem hefur verið innréttaður í gamalli kirkju.  Fínn matur og svo er þetta skemmtistaður líka.  Tilvalið að sitja uppi og horfa yfir dansgólfið. 
  • Il Forno er ítalskur staður þar sem er góður matur og frábær þjónusta.  
  • Chaophraya er algjörlega frábær Thai staður sem er í Liverpool One “Mollinu” (efstu hæð).  Frábær matur og virkilega góð þjónusta.  
  • The Living Room er fínn staður þar sem mikið líf er á kvöldin.  Góður matur, fín þjónusta og er við Victoria Street.  
  • 60 Hope Street er flottur veitingastaður. Afar góður matur og þægilegt umhverfi.  Svolítið öðruvísi staður.  
  • China Town er gata þar sem hægt er að finna helling af veitingastöðum.  Ekta kínverskir staðir þar sem þreyttir nátthrafnar geta skroppið þangað og fengið sér góða máltíð.  Hrikalega vel útilátið, fínn matur og síðast en ekki síst, ódýrt. 
 
Verslun 
Í hjarta miðborgarinnar er verslunarmiðstöðin Liverpool One þar sem yfir 160 verslanir eru. Ef leitast er eftir merkjavöru þá er tilvalið að skella sér í Metquarter. Einnig er gaman að rölta um Lord Street og kíkja á Chruch Street í verslunarleiðangur í stórverslanirnar Marks & Spencer og Forever21. 
 
Íþróttabarir 
The Park er án efa vinsælasti barinn meðal stuðningsmanna Liverpool. Þar er mikil stemning á leikdögum og meðan þú sest niður og færð þér öl þá blasir leikvöllurinn beint við þér. 
The Albert er vinsæll bar meðal stuðningsmanna Liverpool. Mikið er að gera hjá þeim á leikdögum og því tilvalið að mæta snemma. Barinn er beint á móti The Kop stúkunni og því alls ekki langt að fara á völlinn. 
Í kringum Anfield er mikið af skyndibitastöðum svo allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi að borða fyrir eða eftir leik.