Julefrokost í Kaupmannahöfn
Það er alltaf gaman að heimsækja Kaupmannahöfn og sérstaklega á aðventunni. Í miðbænum eru jólamarkaðir sem selja alskyns varning og ýmiskonar matarkyns í boði. Ristaðar möndlur, heitt kakó og ekki má gleyma Juletuborg. Í Tivoli er hægt að fá ekta Julerfrokost og svo er tilvalið að rölta þar um og skoða jólaljósin. En Kaupmannahöfn þarf vart að kynna fyrir Íslendingum þar sem ferðir þangað hafa verið vinsælar um margra áratuga skeið og heimsækja Íslendingar borgina aftur og aftur.