Benidorm frá Akureyri
Benidorm er líflegur strandbær á Costa Blanca ströndinni. Hér sameinast notalegt andrúmsloft, hvítar sandstrendur og fjörugt næturlíf. Gamli bærinn á Benidorm hefur sjarma með þröngum götum en þar er fjöldinn allur af ekta tapasstöðum og fjölskrúðugu mannlífi. Á Levante ströndinni er mikið líf og fjör þar sem hægt er að prófa hin ýmsu vatnasport eða bara njóta lífsins í sólbaði og slaka á.
Sýna síu
Reset Filters
Sort By:
Reset Filters
Loka

Verðbil

0 ISK
700.000 ISK

Nætur

0
100
Albir er lítill vinalegur smábær við Costa Blanca strandlengjuna sem er vinsæll fyrir fjölskyldur og fólk sem kjósa rólegheit í fríinu sínu.  
Bærinn er staðsettur í um 50 km fjarlægð frá höfuðborg héraðsins, Alicante og skammt frá Benidorm. Lágreist hús, vinaleg kaffihús og litlar verslanir einkenna bæinn. Ströndin er samblanda af sandi og steinvölum og hentar vel til sól- og sjóbaða. 
Í göngufjarlægð frá Albir er listamannaþorpið Altea. Þröngar götur, litlar listamanna verslanir, veitingastaðir, barir og kaffihús. Listamenn hafa hreiðrað um sig í Altea og eru þar með vinnustofur sínar og selja verk sín ýmist þar eða á torgum bæjarins. Rómantískt lítið þorp sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. 
 
Afþreying  
Golf - Fyrir golfunnendur er hægt að spila golf á Villaitana golfvellinum sem er staðsettur rétt fyrir ofan Benidorm. Einnig er örstutt að skreppa til Alicante en þar eru golfvellirnir El Plantio, Alicante Golf og Bonalba svo eitthvað sé nefnt. 
Aqualandia - Err risastór skemmtigarður fyrir börn og fullorðna. Garðurinn er hlaðinn vatnsrennibrautum af ýmsum gerðum, leiktækjum, veitingastöðum og verslunum. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 
Mundomar- Er sædýragarður sem höfðar til allra sem hafa gaman af að fylgjast með dýrunum í sínu náttúrulega umhverfi. Í garðinum er mikið um dýrasýningar, páfagaukar, sæljón, mörgæsir og höfrungar. Í garðinum er líka ævintýralegt leiksvæði fyrir börnin, tilbúin vötn, garðar og lón með framandi dýrum. 
Terra Mitica - Er einn glæsilegasti skemmtigarður Evrópu, staðsettur á Benidorm í um klukkustundar akstri frá Alicante. Þema garðsins er hin týnda siðmenning Miðjarðarhafsins þar sem hvert hluti endurspeglar sögu hvers svæðis. Ógleymanlegt ævintýri fyrir fjölskylduna.