Barcelona á aðventunni

Barcelona er frábær staður til að upplifa og njóta á aðventunni. 

Hér er listi yfir nokkra af bestu jólamörkuðunum í borginni og opnuarntímar. 
1. Fira de Santa Llúcia
Staðsetning: Við dómkirkjuna í Barcelona (Barcelona Cathedral)
 Opnar oftast seint í nóvember og er til 23. desember.
Þetta er einn af elstu og þekktustu jólamörkuðum í Barcelona og býður upp á mikið úrval af jólaskrauti, handgerðum vörum, jólakrippum og fleira.
2. Fira de Nadal de la Sagrada Família
Staðsetning: Nálægt Sagrada Família kirkjunni.
Opnar oftast seint í nóvember og er til 23. desember.
 Hér er úrval af jólatengdum vörum, listmunum og mat og drykk.
3. Fira de Reis de la Gran Vía
Staðsetning: Á Gran Vía götunni.
Opnar oftast seint í nóvember og er til 23. desember.
 Þessi markaður er þekktur fyrir að hafa mikið úrval af leikföngum og gjöfum sérstaklega fyrir þrettándann, sem er mikilvægur hluti af jólahátíðum á Spáni.
 
Matarmarkaðurinn La Boqueria, er einn vinsælasti og þekktasti matarmarkaðurinn í Barcelona.
Staðsetning: Í hliðargötu frá Römblunni. 
Yfirleitt opinn frá kl. 8:00 til 20:30, mánudaga til laugardaga. Markaðurinn er yfirleitt lokaður á sunnudögum og á sumum frídögum.
La Boqueria er fullur af fjölbreyttu úrvali af ferskum matvörum, þar á meðal ávöxtum, grænmeti, sjávarfangi, kjöti, ostum, og alls kyns hefðbundnum spænskum vörum. Einnig má finna þar veitingastaði og básar sem bjóða upp á staðbundna tapasrétti og snarl.