Helgarferð til Dublin á aðventunni kemur manni svo sannarlega í jólaskapið. Borgin er fallega skreytt jólaljósum og í miðbænum er að finna fjölda jólamarkaða sem selur alskyns jólavarning. Flug til Dublin er örstutt eða rétt rúmar 2 klst og því frábær kostur fyrir jólalega helgarferð.
Dublin er höfuðborg Írlands og jafnframt stærsta borg landsins. Dublin á sér ríka og langa sögu enda stofnuð af víkingum á 9. öld. Borgin hefur verði vinsæl meðal Íslendinga síðustu ár hvort sem ætlunin er að versla, skemmta sér eða kynnast sögu og menningu Íra. Borgin liggur við ána Liffey sem skiptir borginni í norður og suðurhverfi.
Í Dublin eru yfir þúsund barir og krár þar sem þjóðardrykkirnir Guiness og Jameson njóta mikla vinsælda. Hið margrómaða Temple Bar hverfi er hrein upplifun út af fyrir sig, en hér finnur maður ekta írska stemmingu. Nóg er af verslunum í Dublin, aðalverslunargöturnar eru Grafton Street og Henry Street en þær liggja sitthvoru megin við ána Liffey. Þegar kemur að velja sér veitingastað ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Úrvalið er mikið í Dublin hvort sem þú kýst skandinavískan, amerískan eða klassískan írskan mat.
Áhugaverðir staðir
Dublin kastalinn var byggður á árunum 1208 til 1220 og þar er að finna sumar af elstu byggingum sem ennþá standa í Dublin í dag. Þarna eru forsetar og aðrir höfðingjar látnir sverja eið sinn enn þann dag í dag. Á svæðinu er einnig uppgröftur í gangi á gömlu Víkingavirki.
Trinity College & The Book of Kells. Þetta er elsti háskóli Írlands og byggður á stað þar sem var gamalt klaustur. Byggingarnar eru glæsilegar og gaman að ganga þarna um götur og torg. Eitt frægasta bókasafn heims er staðsett þarna sem geymir meðal annars „The Book of Kells“ sem er ein frægasta miðaldar bók heimsins sem skrifuð var á fyrir meira en þúsund árum síðan.
Guinness safnið er fyrir alla þá sem þykir góður bjór ómissandi þá þarf að koma við og skoða Guinness safnið. Hægt er er að skoða sögu bjórsins, bruggunaraðferðir og svo síðast en ekki síst að smakka alvöru Guinness bjór sem hellt er í glas af meisturum staðarins. Guinness barinn sem er á efstu hæð safnins er með útsýni yfir alla borgina. Þetta er ómissandi.
Old Jameson Distillery við drekkum Jameson, við drekkum Jameson.. allan daginn út og inn. Hér er einnig nauðsynlegt að koma við og skoða hvernig staðið er að þessu heimsfræga Viskí.
Brazen Head elsta krá í Dublin Þessi bar var stofnaður árið 1198 og er almennt álitinn einn elsti bar í veröldinni. Þarna voru reglulegir gestir eins og snillingarnir James Joyce, Jonathan Swift og fleiri. Mjög gaman að koma þarna, skoða skrautið á veggjunum og drekka í sig sögu staðarins.
Glendalough og Wicklow fjöllin eru í næsta nágrenni við Dublin Heimamenn mæla með skoðunarferð um Glendalough. Dalurinn nær yfir 3 km svæði og laðar til sín ferðamenn allt árið um kring, en við mælum með að skoða þessa náttúruparadís yfir sumartímann, þegar náttúran og dýralífið er í ljóma og blóma.