Aðventan í Madrid
Að heimsækja Madrid höfuðborg Spánar á aðventunni kemur manni svo sannarlega í jólaskapið. Borgin er fallega skreytt jólaljósum og skrauti. Jólamarkaðurinn á Plaza Mayor er glæsilegur með yfir 100 sölubásum sem selja alskyns jólavarning. Eftir rölt um markaðinn er svo alveg tilvalið á heimsækja San Miguel matarmarkaðinn en hann stendur einnig við torgið. Þar er hægt að gæða sér á gómsætum tapas réttum sem renna ljúft niður með spænskum vínum. Madrid er einstök borg með sín fallegu breiðstræti, glæsilegar verslanir og einstaka matarmenningu. Hjá Tango Travel færðu aðventuferðina þína á góðu verði og vandaðar gistingar.