Jólamarkaðir í Brussel
Helgarferð til Brussel á aðventu kemur manni svo sannarlega í jólaskap. Borgin er fallega  skreytt jólaljósum og jólamarkaðurinn á Grand Palace má enginn missa af. En þar má finna allskonar jólavarning til sölu. Matgæðingar á leið til Brussel ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Belgíski bjórinn og súkkulaðið er auðvitað löngu orðið heimsfrægt, annað aðalsmerki Belga eru niðurskornar djúpsteiktar kartöflur. Ekki má gleyma rómuðum kræklingum sem eru gjarnan soðnir í hvítvíni. Aðalverslunargatan í Brussel heitir Rue Neuve þar er að finna allar helstu verslunarkeðjurnar. Þeir sem eru að leita að merkjavöru ættu að kíkja á Avenue Louise og nágrenni.