Krít

Zeus Village Resort - Adults Only

Yfirlit
Zeus Village Resort er gott 4 stjörnu hótel aðeins fyrir fullorðna. Um 5 mínútna gangur er í næsta súpermarkað og um 600 metrar á Agioi Apostoloi ströndina frá hótelinu.  
Garður hótelsins er fallegur með sólbaðsaðstöðu og 2 sundlaugum. Heilsulind er á hótelinu þar sem í boði eru hinar ýmsu meðferðir og nudd gegn gjaldi. 
 Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, A la carte veitingastaður og bar. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd. Sjónvarp, síma, lítinn eldhúskrók, ísskáp, kaffivél, hárþurrku, loftkælingu, þráðlaust net í sameiginlegu rými og öryggishólf (gegn gjaldi).   
Þetta er góð 4 stjörnu íbúðagisting aðeins fyrir fullorðna þar sem vel er hægt að slaka á og njóta frísins. Fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni hótelsins.  
Frá flugvellinum í Chania er um 22 km á Zeus Village Resor. 
 
 
Bóka