Mallorca
, Palma Nova

Zafiro Palmanova

Yfirlit
Zafiro Palmanova er mjög gott 4 stjörnu fjölskylduhótel frábærlega staðsett í Palmanova. Örstutt á ströndina og í næsta nágrenni eru veitingastaðir og verslanir. Í stórum garði hótelsins eru 3 sundlaugar, frábært barnleiksvæði með sjóræningjaskipi og rennibrautum og leikvöllur. Yfir daginn er mikið líf og fjör í garðinum, krakkaklúbbur og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á kvöldin er minidisko og kvöldskemmtun. Það eru 3 veitingastaðir á hótelinu og 2 barir. Hægt er a bóka aðeins gistingu eða með morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið. 

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind með tveimur sundlaugum, sauna, nuddpottar og hvíldaraðstaða er í á hótelinu ásamt líkamsrækt. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og þar geta mest verið 3 fullorðnir og 1 barn eða 2 fullorðnir og 2 börn. Þær eru 40 fm mjög huggulegar og nýlega hafa verið endurnýjaðar. Eldhúskrókur með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni og borðbúnaði er á íbúðunum. Á öllum íbúðum er loftkæling og svali. Baðherbergi með sturtu.  
Þetta er alveg einstaklega gott hótel og hentar vel bæði fyrir fjölskyldur eða pör.  
Frá flugvellinum í Palma til Palmanova eru 30 km.  
 
 
Bóka