Spánn
, Albir

Sun Palace Albir

Yfirlit
Sun Palace Albir er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör.  
Supermarkaður er í um 10 mínútna göngufjarlægð og um 1 km á Playa del Albir baðströndina. Garður hótelsins er ekki stór en hefur ágæta sólbaðsaðstöðu og sundlaug (opin apr-okt). Ýmis afþreying er á hótelinu, líkamsrækt, heilsulind, tyrkneskt bað, gufubað og innisundlaug. Athugið að greiða þarf aðgang að heilsulind og snyrtimeðferðum. Kvöldskemmtun og lifandi tónlist.  

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, kaffitería og bar.  
 
Í boði eru tvíbýli og þríbýli. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, skrifborð, minibar, hárþurrka og baðkar. Loftkæling á sumrin, hitun á veturna, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).    
 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting staðsett við rætur Serra Gelada náttúrugarðsins sem hefur fallegar göngu og hjólaleiðir. ATH þetta hótel er staðsett ofarlega í Albir og hentar ekki þeim sem eiga erfitt með gang. 
 
Frá flugvellinum í Alicante er um 63 km á Sun Palace Albir 
 
 
Bóka