Spánn
, Kanarí

Sol Barbacan

Yfirlit
Sol Barbacan er góð 4 stjörnu íbúðagisting á ensku ströndinni sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.  
Supermarkaður er við hliðná hótelinu og er um 1,5 km á ensku ströndina. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug, 1 barnalaug og heitur pottur. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur, leikvöllur, líkamsrækt, borðtennis, mini golf og píla. Skemmtidagskrá er á daginn og kvöldin. Hótelið er staðsett um 200 m frá hinni vinsælu Yumbo verslunarmiðstöð þar sem er iðandi mannlíf, verslanir, veitingastaðir og barir.  
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, snarlbar og bar. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru íbúðir með 1 og 2 svefnherbergjum og smáhýsi með 1 eða 2 svefnherbergjum. Í öllum íbúðum og smáhýsum eru svalir eða verönd. Lítið eldhús, borðbúnaður, ísskápur, örbylgjuofn og ketill eða kaffivél. Sjónvarp, sími, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).   
Þetta er góð vel staðsett 4 stjörnu gisting á ensku ströndinni þar sem ýmsa afþreyingu er að finna á hótelinu og í næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna.  
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 30 km á Sol Barbacan. 
Bóka