Krít
, Chania

Sirios Village -Allt innifalið

Yfirlit
Sirios Village er gott 4 stjörnu hótel í Chania sem hentar vel fyrir fjölskyldur. 
Supermarkaður er á hótelinu og aðeins um 300 metra gangur er á ströndina. 
Garður hótelsins er stór með sundlaug, barnalaug með rennibraut og góðri sólbaðsaðstöðu. Leiksvæði fyrir börnin, leikjaherbergi, borðtennis, tennisvöllur og líkamsrækt er á hótelinu.
Á daginn er barnaklúbbur fyrir börnin. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, a la carte-veitingastaður og bar.Í boði eru tvíbýli, íbúð með einu svefnherbergi og smáhýsi. Herbergin og íbúðirnar hafa öll svalir eða verönd, sjónvarp, síma, lítinn ísskáp, hárþurrku, loftkælingu, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). Íbúðirnar með svefnherberginu hafa einnig lítið eldhús með borðbúnaði, örbylgjuofn, ketil og kaffivél. Þetta er vel staðsett hótel aðeins 4 km frá miðbæ Chania sem hentar vel fyrir fjölskyldur.

Frá flugvellinum í Chania er um 18 km á Sirios Village.


Bóka