Sandos Benidorm Suites er gott 4 stjörnu hótel á Benidorm sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 7 mínútna gangur er í næsta supermarkað og 900 metrar á Levante ströndina frá hótelinu.
Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug og 1 barnalaug. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu fyrir fullorðna, táninga og börn. Líkamsrækt, vatnaíþróttir, kvöldskemmtun, leikherbergi fyrir táninga (12 ára+), dagskrá á daginn fyrir táninga, píla, bogfimi, biljard, leikherbergi fyrir börn, krakkaklúbbur og mini diskó fyrir börnin.
Á hótelinu eru hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, bar og snarl bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu eru hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, bar og snarl bar.
Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og superior svíta. Báðir gistimöguleikar hafa svalir eða verönd. Sjónvarp, síma, lítinn ísskáp, hárþurrku, loftkælingu á sumrin, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). Íbúðin hefur einnig eldhúskrók, eldavél, örbylgjuofn, lítinn ísskáp og borðbúnað.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem mikil og fjölbreytt afþreying er á hótelinu og næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna.
Frá flugvellinum í Alicante er um 60 km á Sandos Benidorm Suites.