Frá Akureyri
, Tenerife - Costa Adeje

Royal River Luxury Hotel

Frá399.900 ISK
Royal River hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera flottasta lúxushótel á Spáni 2022.  
Yfirlit
Royal River & Spa er glæsilegt 5 stjörnu sannkallað lúxushótel sem opnað var 2020. Einstakleg og frumleg hönnun einkennir hótelið og í boði eru ólíkar týpur af lúxus Villum og svítum þar sem hvergi er til sparað. Hver Villa er með beinan aðgang að sundlaug út frá Villu eða einkasundlaug. Hótelið er staðsett fyrir framan golfvöllinn á Costa Adeje svæðinu með fallegt útsýni yfir völlinn og niður að sjó. Þetta hótel er aðeins fyrir fullorðna og þá sem kjósa aðeins það besta.  

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir, flottir og glæsilega hannaðir í líflegum stíl. Kokoro er asískur staður þar sem úrval er í boði af framúrskarandi réttum. The Top er Brasseri staður með stórkostlegu útsýni yfir golfvöllinn. Hér er aðeins borinn fram matur með bestu gæða hráefnum sem er í boði hverju sinni. Flamingo er franskur bistro staður sem býður upp á franska matargerð eins og hún gerist best.  
 
Heilsulind hótelsins er eins og allt annað á hótelin glæsileg og einstaklega fallega hönnuð. Innilaug, hvíldaraðstaða, sauna, hengirúm, tyrkneskt bað og fleira. Fjölbreyttar snyrtimeðferðir er hægt að bóka sem og nudd.  
 
Það eru 6 týpur af villum á Royal River & Spa. Á öllum villum er, sjónvarp, verönd með sólbekkjum, sloppar, inniskór og öryggishólf. Hægt er að panta herbergisþjónustu gegn auka gjaldi. Glæsilegt baðherbergi með sturtu, baðkari, hárþurrku og snyrtivörum.  
 
River Villas – One Bedroom  
Þessi Villa er 120 fm með einu svefnherbergi sem hýsir mest 2 einstaklinga. Auk svefnherbergis er setustofa og stór verönd með lítilli laug sem tengist út í sameiginlega sundlaug.  
 
River Villas – Two Bedroom 
Þessi Villa er 180 fm með tveimur svefnherbergjum sem hýsir mest 4 fullorðna. Auk svefnherbergis er setustofa og stór verönd með lítilli laug sem tengist út í sameiginlega sundlaug. Tvö baðherbergi.  
 
Lagoon Villas – One Bedroom or two Bedroom  
Í boði eru Villur með einu eða tveimur svefnherbergjum innréttuð í afrískum stíl.  Þessar villur eru með aðgang út frá verönd að sameiginlegri sundlaug. Villurnar með einu svefnherbergi eru með opnu rými þar sem rúm, setustofa og baðkar er í sama rými. Stór verönd með sólbekkjum, borð og stólum. Stærri Villurnar eru með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.  
 
Pool Villas – One Bedroom  
Þessi Villa er 140 fm og hýsir mest tvo fullorðna. Svefnherbergi, setustofu, baðherbergi og verönd með tvíbreiðum sólbekk, borði og stólum og einkasundlaug.  
 
Gand Pool Villas – One, Two or Three Bedrooms.  
Villa með eins svefnherbergi er hýsir mest 2 fullorðna og er með svefnherbergi, setustofu, baðherbergi og verönd með einkasundlaug, sólbekkjum, borði og stólum. Villa með tveimur svefnherbergjum hýsir mest 4 fullorðna. Tvö svefnherbergi, 2 baðherbergi og verönd með einkasundlaug, sólbekkjum, borði og stólum. Villa með 3 svefnherbergjum hýsir mest 7 fullorðna, 3 svefnherbergi, 4 baðherbergi, setustofa og stór verönd með sófa, sólbekkjum, borði, stólum og einka sundlaug.  
 
Paradies Villa – Threee Bedrooms 
Þessi Villa hýsir mest 7 fullorðna. 3 svefnherbergi, 3 baðherbergi, stór stofa með borðstofuborði og sófa, Mjög stór verönd með sófa, borði, stólum, sólbekkir og einkasundlaug.  
 
Sky Villa – Four Bedrooms  
Þessi Villa hýsir mest 8 fullorðna. 4 svefnherbergi, 4 baðherbergi, fataherbergi og stór stofa.  
Mjög stór verönd með sófa, borði, stólum, sólbekkir og einkasundlaug. 
 
Þetta einstaka og glæsilega hótel er eins og þau gerast best. Það má með sanni segja að það sé draumur allra að gista á Royal River & Spa. Þetta er fullkomið hótel fyrir þá gera vel við sig og gera miklar kröfur um góða þjónustu og aðbúnað. Tilvalið fyrir brúðhjón eða fagna stórum áföngum eða afmælum.  
 
 
 
 
Frá 399.900 ISK
Bóka