Spánn
, Kanarí

Riu Palace Oasis Gran Canaria

Yfirlit
Riu Palace Oasis Gran Canaria er gott 5 stjörnu hótel á Maspalomas svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.  
Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og um 5 mínútna gangur á Maspalomas ströndina. Garður hótelsins er stór og gróðursæll. Góð sólbaðsaðstaða, 3 sundlaugar og 1 barnalaug. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur, leikvöllur, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi) og snyrtimeðferðir (gegn gjaldi). Lifandi tónlist og kvöldskemmtun athugið að afþreying getur verið árstíðarbundin.  
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 veitingastaðir, 2 barir og snarlbar.  

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, ketill, hárþurrka, minibar (gegn gjaldi), loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).      
Þetta er góð 5 stjörnu gisting þar sem ýmis afþreying er á hóteli og í næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna.  
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 35 km á Riu Palace Oasis Gran Canaria. 
Bóka