Spánn
, Tenerife - Costa Adeje

Princess Inspire Tenerife

Yfirlit
Princess Inspire Tenerife er gott 4 stjörnu hótel á Costa Adeje svæðinu og er aðeins fyrir fullorðna. Um 3 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er um 10 mínútna gangur á næstu baðströnd. Garður hótelsins er stór, hefur góða sólbaðsaðstöðu og 3 sundlaugar. Ýmis afþreying er á hótelinu, íþrótta og afþreyingadagskrá á hverjum degi við og í sundlaug, hjólaleiga, kvöldskemmtanir, lifandi tónlist og skemmtikraftar. Líkamsrækt og heilsulind (gegn gjaldi) þar sem hægt er að panta hinar ýmsu snyrti og nudd meðferðir (gegn gjaldi).
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður og 4 barir. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Princess Inspire Tenerife er gott 4 stjörnu hótel á Costa Adeje svæðinu og er aðeins fyrir fullorðna. Um 3 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er um 10 mínútna gangur á næstu baðströnd. Garður hótelsins er stór, hefur góða sólbaðsaðstöðu og 3 sundlaugar. Ýmis afþreying er á hótelinu, íþrótta og afþreyingadagskrá á hverjum degi við og í sundlaug, hjólaleiga, kvöldskemmtanir, lifandi tónlist og skemmtikraftar. Líkamsrækt og heilsulind (gegn gjaldi) þar sem hægt er að panta hinar ýmsu snyrti og nudd meðferðir (gegn gjaldi). 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður og 4 barir. 
Í boði eru standard herbergi, tvíbýli, junior svíta og svíta. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, ketill, minibar og hárþurrka. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf. 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting aðeins fyrir fullorðna og er staðsett í hjarta Costa Adeje. Stutt frá verslunarmiðstöðinni Plaza del Duque og Puerto Colón hafnarinnar þar sem bátsferðir eru farnar og vatnaíþróttir eru stundaðar. Fallegar gönguleiðir eru bæði til Playa del Duque og eins til amerísku strandarinnar meðfram strandlengjunni. 
Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 20 km á Princess Inspire Tenerife
Bóka