, Benidorm frá Akureyri

Poseidon Playa

Frá154.900 ISK
Yfirlit
Hotel Poseidon Playa er gott 3 stjörnu hótel á Benidorm sem hentar vel fyrir fjölskyldur. 
Hótelið er staðsett beint á móti Poniente ströndinni en aðeins er um 100 metrar á ströndina frá hótelinu. Garðurinn er ekki stór en þar er ein sundlaug og aðskilið svæði þar sem grynnra er fyrir börn, sólbaðsaðstaða og kokteilbar á sumrin.  
Fjölbreytt afþreying er á sumrin fyrir alla fjölskylduna en þar má meðal annars nefna sundleikfimi, leiki og keppnir. Sýningar eru fyrir alla aldurshópa og á sumrin er starfræktur krakkaklúbbur. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar. 
Herbergin á Poseidon Playa hafa flest öll svalir, öryggishólf (gegn gjaldi), lítinn ísskáp, sjónvarp, síma, þráðlaust net, skrifborð og loftkælingu/hitun eftir árstíð. 
Herbergin eru fyrir allt að 4 gesti í hverju herbergi.
Þetta er vel staðsett 3 stjörnu gisting með skemmtilegri afþreyingu og beint á móti Poniente ströndinni sem hentar vel fyrir fjölskyldur.
Frá flugvellinum í Alicante er tæplega 50 km á Hotel Poseidon Playa.
 
Frá 154.900 ISK
Bóka