Krít
, Platanias

Porto Platanias Village Resort

Yfirlit
Porto Platanias Village Resort er gott 4 stjörnu íbúðahótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur. Supermarkaður með helstu nauðsynjavörur er á hótelinu og aðeins 200 metrar eru á ströndina frá hótelinu. Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir börnin. 

Staðsetning

Hótellýsing

Ýmis afþreying er í boði á hótelinu, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi), krakkaklúbbur, leikjaherbergi, borðtennis og píla. Í næsta nágrenni eru veitingastaðir, verslanir og barir. 
Við ströndina eru ýmis vatnasport í boði (gegn gjaldi).  
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa drykki og léttar veitingar.  
Í boði eru stúdíó íbúðir og íbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd, eldhúskrók, borðbúnað, ísskáp, ketil og kaffivél. Sjónvarp, sími, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting í hjarta Platanias þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna í næsta nágrenni og aðeins 9 km eru í fallega bæinn Chania. 
Frá flugvellinum í Chania er um 22 km á Porto Platanias Village Resort
 
Bóka