Spánn
, Alicante

Melia Alicante

Yfirlit

Melia Alicante er glæsilegt hótel frábærlega  staðsett við Postiguet-ströndina og smábátahöfnina í Alicante. Göngugatan La Explanada er við hótelið með iðandi mannlífi, veitingastöðum, kokteilbörum og spilavítið er beint á móti hótelinu. Gamli bærinn og Santa Barabara- kastalinn eru í 10 mínútna göngufæri.  

Staðsetning

Hótellýsing

Sundlaug er á hótelinu með sólbekkjum og sólhlífum. Krakkaklúbbur er fyrir börn 5 til 12 ára. Heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, heitum pottum, líkams- og snyrtimeðferðum er við hlið hótelsins. 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, sundlaugabar og bar í gestamóttöku.  
Í hótelinu eru 545 stílhrein og rúmgóð herbergi sem rúma tvo eða þrjá einstaklinga og fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að fjóra. Öll herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og minibar. Á baðherbergjum ýmist baðkar eða sturta, hárþurrka og snyrtivörur. Öll herbergi eru með svölum sem snúa út að smábátahöfnina eða hafið.  
The Level – er aukaþjónusta sem hægt er að panta á Melia Alicante hótelinu. Innifalið í þeim pakka er meðal annars: Aðgangur að sér morgunverðasal. Aðgangur að Level setustofunni þar sem hægt er að fá snarl, kalda tapasrétti og áfengir drykkir yfir daginn. Aðgangur að einkasundlaug sem er aðeins fyrir Level gesti.  
 
 
 
  
 
 
 
  
 
 
Bóka