Frá Akureyri
, Tenerife - Playa de las Americas

Marylanza

Frá152.500 ISK
Yfirlit
Marylanza er gott íbúðahótel staðsett á móti Parque Santiago 6 verslunarmiðstöðinni á Amerísku ströndinni. Stutt er á ströndina og miðbæinn en það tekur um 10 mínútur að ganga þangað.  
Í hótelgarðinum eru þrjár sundlaugar þar af ein barnalaug sem er upphituð og leiktæki fyrir börnin.  Sólbaðsaðstaða er góð, nóg af sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugabar í garðinum.  
Krakkaklúbbur er í boði á daginn og mini diskó á kvöldin. Einnig býður hótelið upp á kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna.  

Staðsetning

Hótellýsing

Á Maryanza er stór og mjög góð líkamsræktaraðstaða. Heilsulindin Spacio 10 er með þeim stærstu á svæðinu og er einkar glæsileg. Hægt er að bóka hinar ýmsu meðferðir eða fara í nudd. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir. Tagoror er hlaðborðsveitingastaður þar sem gestir borða ef bókað er hálft fæði eða allt innifalið. Við sundlaugina er La Palpa snarlbar þar sem hægt er að fá létta rétti og drykki yfir daginn.  Kentia og Orijama veitingastaðirnir eru A´la Carte og þeir sem bóka allt innifalið geta valið um að borða einu sinni á öðru hvorum staðunum á meðan dvöl stendur. Þrír barir á hótelinu Bar Lobby, Taste Bar og Belingo Room. Marylanza er með 217 huggulegar og einfaldar íbúðir sem ýmist eru með einu eða tveimur svefnherbergjum.Hér geta gist allt að 6 fullorðnir í stærri íbúðinni en hún er á tveimur hæðum.  Innréttingar eru látlausar og einfaldar, ljósir veggir og gólf, húsgögn í dökkum við. Flísar eru á gólfum. Sjónvarp er í öllum íbúðum og öryggishólf, gegn gjaldi. Í eldhúskrók er helluborð, örbylgjuofn, kaffivél, ísskápur og borðbúnaður. Á baðherbergjum er baðker með sturtu. Verönd eða svalir með húsgögnum eru við allar íbúðir.  

 
 
Frá 152.500 ISK
Bóka