Lopesan Villa de Conde er gott 5 stjörnu hótel á Meloneras svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskylur og pör. Supermarkaður er í um 5 mínútna göngufjarlægð og er um 10 mínútur á næstu baðströnd.
Garður hótelsins er stór, gróðursæll og með góðri sólbaðsaðstöðu. 5 sundlaugar, 1 barnalaug og manngerð strönd. Ýmis afþreying er á hótelinu, barnaklúbbur, leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni, skemmtidagskrá, lifandi tónlist, minigolf, líkamsrækt, tennisvöllur (gegn gjaldi), heilsulind og spa meðferðir (gegn gjaldi).
Á hótelinu eru 2 hlaðborðsveitingastaðir, 2 veitingastaðir, snarlbar, 2 barir og sundlaugarbar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru tvíbýli og junior svíta. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Loftkæling, hárþurrka, minibar, sími, sjónvarp, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 5 stjörnu gisting sem stendur við strandgötuna í Meloneras þar sem fjölbreytt afþreying er á hótelinu fyrir alla aldurshópa. Fallegar gönguleiðir eru á svæðinu, veitingastaðir og verslanir.
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 36 km á Lopesan Villa de Conde.