Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Kremlin Palace Hotel er gott 5 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Einkaströnd er við hótelið og er supermarkaður á hótelinu. Garður hótelsins er stór og hefur góða sólbaðsaðstöðu.
2 stórar sundlaugar, 1 sundlaug m/3 vatnsrennibrautum, 1 barnalaug/svæði með vatnsrennibrautum og 1 inni sundlaug.
Ýmis afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur, leikjaherbergi, leikvöllur, píla, biljard borð og borðtennis. Líkamsrækt, tennisvöllur og heilsulind. Hægt er að fara á dansnámskeið og æft bogfimi. Skemmtikraftar, kvöldskemmtun og næturklúbbur.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 6 A´la Carte veitingastaðir og 7 barir.
Í boði eru superior tvíbýli og fjölskyldu svíta. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, minibar, ketill, hárþurrka og inniskór. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er góð 5 stjörnu gisting þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna á hóteli fyrir bæði börn og fullorðna. Um 5 mínútna akstur er í Park Aqua vatnagarðinn og í Prestige Bazaar verslunarmiðstöðina. Um 20 mínútna akstur er í miðbæ Antalya frá gistingunni.
Frá flugvellinum í Antalya til Kremlin Palace Hotel er um 19 km.