Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er veitingastaður og huggulegur bar í garðinum. Hægt er að velja um að vera í hálfu fæði, fullu fæði eða með allt innifalið.
Í boði eru fjórar mismunandi týpur af íbúðum og eru þær ýmist með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru fallegar, hreinar, innréttaðar í líflegum og björtum litum. Eldhús er með ísskáp, örbylgjuofni, helluborði, kaffivél, ketil, brauðrist og borðbúnaði. Loftkæling er í öllum íbúðum og frítt net. Greitt er aukalega fyrir öryggishólf. Sjónvarp og sófi og borðkrókur í stofu. Svalir eða verönd.
Comfort Apartment, Íbúð með einu eða tveimur svefnherbergjum og eru með útsýni upp í fjöllin.
Family Apartment, íbúð með einu svefnherbergi. Í þessari íbúð er hjónarúmið í stofunni og börnin sofa í ró og næði í svefnherberginu. Þessar íbúðir eru með verönd þar sem hægt er að ganga beint út í garðinn.
Superior Apartment, íbúð með einu eða tveimur svefnherbergjum. Þessar íbúðir snúa út í sundlaugagarð og eru með sjávarútsýni.
Excellence Apartment. Íbúðir með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Í þessum íbúðum er sjónvarp í öllum herbergjum og stórar svalir með sólbekkjum.
Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í fjölskyldufríinu.