Spánn
, Kanarí

HD Parque Cristobal

Yfirlit
HD Parque Cristobal Gran Canaria er gott 3 stjörnu hótel á ensku ströndinni sem hentar vel fyrir fjölskyldur. Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og tæpir 2 km eru á ströndina. . Hótelið býður upp á skutlu sem keyrir gesti hótelsins til og frá ströndinni eftir tímatöflu hótelsins. Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, 2 sundlaugar, 1 barnalaug og 1 innilaug. Sundlaugarnar eru upphitaðar yfir vetrartímann. Í barnalauginni eru rennibrautir og skemmtilegt leiksvæði. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er fjölbreytt afþreying bæði fyrir börn og fullorðna, leiksvæði fyrir börn bæði úti og inni, krakkaklúbbur, píla og borðtennis. Vatnaíþróttir, líkamsrækt, gufubað, heilsulind (gegn gjaldi), kvöldskemmtanir og lifandi tónlist. Athugið að skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, kaffihús, bar og sundlaugarbar.
Í boði eru smáhýsi með einu eða tveimur svefnherbergjum. Í báðum gistingum er verönd, eldhúskrókur, borðbúnaður, lítill ísskápur, örbylgjuofn, ketill, hárþurrka, þvottagrind, sjónvarp, sími, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð vel staðsett 3 stjörnu gisting þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna á hótelinu og næsta nágrenni fyrir bæði börn og fullorðna. 
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 32 km á HD Parque Cristobal.
 
Bóka