Frá Akureyri
, Tenerife - Playa de las Americas

H10 Las Palmeras

Frá164.900 ISK

Yfirlit
H10 Las Palmeras er mjög gott 4 stjörnu hótel staðsett á besta stað á Amerísku ströndinni. Fyrir utan hótelið er strandgatan með fjölda veitingastaða, kokteilbara og einnig eru þar verslanir. 
Í fallegum og gróðursælum garðinum eru tvær sundlaugar, lítil barnalaug, sólbekkir og sólhlífar.  
Á hótelinu eru fimm veitingastaðir, þrír barir og kaffihús. Hægt er að bóka gistingu með morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið.

Staðsetning

Hótellýsing

Gestir borða á hlaðborðsstaðnum Garoé og í hádeginu er hægt að fá sér snarl á La Choza. Greitt er svo aukalega fyrir að borða á La Ballena, Sakura Teppanyai og Specchio Magico en þetta eru A la Carte staðir.  Þeir sem bóka allt innifalið geta valið um að borða einu sinni á einhverjum af þessum stöðum án kostnaðar.  
 
Í boði eru nokkrar herbergistýpur. Herbergin eru lítil en innréttuð í ljósum og nýtískulegum stíl útbúin helstu þægindum.  
 
Hægt er að bóka Privilege herbergi en þau herbergi eru með sjávarsýn.  Þau eru öll búin nútímaþægindum og fallegum innréttuð.  Auk þess sem gestir fá sloppa, inniskó og sundlaugarhandklæði án aukagjalds. 
Gestir hafa einnig aðgang að stöðum sem einungis "Privilege" gestir hafa aðgang að. Þeir fá ,,prívat lounge" þar sem hægt er að fá sér drykki og aðgang að sér veitingastað þar sem borin er fram morgunverður og a la carte matseðill á kvöldin. Einnig er sér sólbaðsaðstaða fyrir privilege gesti.  
Frá 164.900 ISK
Bóka