Frá Akureyri
, Tenerife - Playa de las Americas

Gran Oasis Resort

Frá184.900 ISK
Frábært fjölskylduhótel 
Yfirlit

Gran Oasis Resort er mjög gott fjölskylduhótel og þykir með þeim bestu á Tenerife. Hótelið er staðsett ofarleg á Amerísku ströndinni með frábært útsýni. Garðurinn er fallegur og gróðursæll með tveimur sundlaugum og lítilli barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða, bar og snakkbar er í garðinum. Leiktæki fyrir börnin og supermarkaður sem selur helstu nauðsynjar. Krakka klúbbur er yfir daginn með fjölbreyttri dagskrá. Á kvöldin er mini disko og tekur síðan við fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Það tekur um 10-15 mínútur að ganga niður í bæinn en hótelið er með rútu sem keyrir í bæinn nokkrum sinnum yfir daginn gestum að kostnaðarlausu. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum sem hýsa allt að 6 manns. Íbúðirnar eru snyrtilegar og fallegar útbúnar öllum helstu þægindum. Fullbúið eldhús með ísskáp, frysti, ofn, kaffivél, ketil og borðbúnaði..  Fjórar mismunandi íbúðir eru í boði og hægt er að bóka aðeins íbúð eða með morgunverð, hálfu fæði eða með öllu innifalið 

One Bedroom Suite, þessi íbúð er á tveimur hæðum og getur hýst allt að 4. Íbúðin er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er eldhús, stofa og svalir. Á neðri hæðinni er baðherbergi, hjónaherbergi og verönd með tvöföldum sólbekk.

Golf View One Bedroom Suite, samskonar íbúð og One Bedroom Suite nema með útsýni yfir golfvöllinn.  2 Bedroom Suite, þessi íbúð er með tveimur svefnherbergjum og hér geta gist allt að 6 manns. Tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofa og svalir.

2 Bedroom Suite with Solarium. Samskonar íbúð og 2 Bedroom Suite. Hér til viðbóta er 70 fm einkaverönd með sólbekkjum og stórkostlegu útsýni yfir Amerísku ströndina og hafið.. Þessar íbúðir eru staðsettar efst í hótelgarðinum og það er smá brekka að ganga í þessar íbúðir.  

Hótelið er staðsett í smá halla sem og garður hótelsins og gott er því að hafa í huga að þetta hótel gæti ekki hentað þeim sem eiga erfitt með gang.  
Frá 184.900 ISK
Bóka