Ítalía

Golfskóli með Karen Sævars 14.-23. maí UPPSELT!

Frá399.900 ISK
Innifalið í verði er flug til Mílanó með Icelandair. Akstur til og frá flugvelli. Gisting í 9 nætur á Chervo með morgunverð. 6 dagar í golfskóla 3-4 klst hvern dag. Ótakmarkað spil á æfingavelli í 8 daga. Íslensk fararstjórn. Flutningur á golfsetti og 23 kg innritaður farangur.

Aukagjald fyrir einbýli er 110.000 kr. 

Yfirlit
Chervo er fallegt golfsvæði í nágrenni við Gardavatnið á Ítalíu eða í San Vigilio í Trentico. 
Chervo golfvöllurinn er hannaður af Kurt Rossknecht.
Chervo býður upp á 36 golfholur eða fjóra 9 holu velli. Þar af er 9 holu frábær æfingavöllur og svo keppnisvellir þar sem leikið er til skiptis 18 holur samsettar af hvíta, rauða eða gula hring. Frábært æfingasvæði er við klúbbhúsið, stór púttflöt, stór vippflöt og sú þriðja þar sem hægt er að slá millihögg eða 20-50 metra högg og glompuhögg. Allt til alls til að bæta golfið þitt. 
Í golfskólanum lærum við og æfum okkur að sveifla kylfunni, pútta, vippa og sand högg. Förum yfir reglur, hvernig við fáum forgjöf, hvernig við komumst út á völl og við spilum saman úti á velli. Hver daga er 3-4 klst. með kennara og svo má spila á æfingavelli af vild.
Karen er LPGA golfkennari og hefur verið farastjóri til fjölda ára þá á Spáni, Portúgal og Ítalíu. Karen hefur spilað golf og verið í kringum golfíþróttina frá barnæsku og eftir farsælan keppnisferil er hún búin að kenna golf á Íslandi  í yfir 15 ár.

 

 

Staðsetning

Frá 399.900 ISK
Skoða flug og hótel