GF Fanabe er gott 4 stjörnu hótel á Costa Adeje sem hentar vel fyrir fjölskyldur eða pör.
Aðeins eru 400 metrar á ströndina frá hótelinu, margar fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni og meðfram strandlengjunni. Garður hótelsins er stór með nokkrum sundlaugum þ.e aðallaug, 2 barnalaugar sem eru staðsettar nálægt barna leiksvæði og 2 laugar sem eru staðsettar upp á þakverönd en sú aðstaða er einungis fyrir fullorðna.
Skemmtidagskrá og fjölbreytt afþreying er bæði á daginn og kvöldin fyrir alla aldurshópa. Krakkaklúbbur, leiksvæði, körfuboltavöllur og mini golf er á hótelinu.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu ásamt bar og sundlaugarbar.
Í boði eru tvíbýli, fjölskylduherbergi og junior svítur. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd, loftkæling, þráðlaust net, sjónvarp, sími, skrifborð og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem fjölbreytt afþreying er í boði allan daginn bæði fyrir börn og fullorðna.
Frá flugvellinum Reina Sofia (Tenerife south) er um 18 km á hótelið.