Mallorca
, Playa de Palma

Fontanellas Playa Aparthotel

Yfirlit
Aparthotel Fotanellas Playa er mjög gott 4 stjörnu hótel staðsett á Playa de Palma á ströndinni. Á hótelinu er í boði herbergi og íbúðir. Í garði hótelsins er sundlaug, barnalaug, sólbekkir, sólhlífar og sundlaugabar. Hægt er að leigja hjól eða geyma sitt eigið hjól á hótelinu en þetta er “bike friendly” hótel. 

Staðsetning

Hótellýsing

Hjólreiðaverslun er á hótelinu. Heilsulind með nuddpottum, sauna og hvíldaraðstöðu. Veitingastaðurinn býður upp á fjölbreytta Miðjarðarhafsrétti. Herbergin eru snyrtileg og innréttuð í nýtískulegum stíl og ljósum litum. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, öryggishólf, minibar, sjónvarp, sími og kaffivél. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og snyrtivörur. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi, stofu, svölum, eldhúsi og baðherbergi. Á öllum íbúðum er loftkæling, öryggishólf, minibar, sjónvarp, sími og kaffivél. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og snyrtivörur. 
Bóka