Flamingo Beach Resort er gott 4 stjörnu hótel á Benidorm með allt innifalið og er aðeins fyrir fullorðna.
Um 15 mínútna gangur er að Levante ströndinni og einnig er stutt gönguferð í gamla bæinn.
Garðurinn er notalegur með 3 laugum, sólbekkjum, sólhlífum og bar. Einnig eru „Balinese“ rúm í garðinum þar sem hægt er að sóla og hvíla sig.
Fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu sem felst í sýningum, lifandi tónlist og skemmtunum.
Hjólaleiga, líkamsrækt og gufubað er einnig á hótelinu.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og 2 barir. Allt innifalið felur í sér drykki á veitingastað, snarl á barnum milli máltíða og sér valdir drykkir á barnum.
Herbergin sem eru í boði eru svítur og stúdíó herbergi. Öll herbergi hafa svalir eða verönd.
Öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, síma, þráðlaust net og loftkælingu/hitun eftir árstíð. Í svítunum er einnig setustofa með sófa og borði.
Hotel Flamingo Beach Resort er gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er hannað í afslappandi stíl þar sem gestir geta slakað á og notið tilverunnar.
Frá flugvellinum í Alicante er um 50 km á Flamingo Beach Resort.