Mallorca
, Playa de Muro

Eix Lagotel Holiday Resort

Yfirlit
Eix Lagotel Holiday Resort er góð 4 stjörnu gisting staðsett í Playa de Muro. Í garði hótelsins er 3 sundlaugar og ein af þeim er barnalaug. Sérstakt svæði sem er aðeins fyrir fullorðna og er þar sundlaug og bar. Skemmtidagskrá er á daginn og á kvöldin fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að bóka íbúðir, standard tvíbýli og fjölskylduherbergi. Val um að hafa morgunverð eða hálft fæði innifalið.  

Staðsetning

Hótellýsing

Hótelið er í 800 metra fjarlægð frá ströndinni en skutla á vegum hótelsins fer á 30 mínútna fresti niður á strönd, gestum að kostnaðarlausu. Mingolf, tennisvöllur og squash völlur er á hótelinu, en greitt er aukalega fyrir afnot. Supermarkaður þar sem hægt að fá helstu nauðsynjar. Íbúðirnar eru með einu og tveimur svefnherbergjum, innréttaðar í ljósum og grænum lit. Þessar íbúðir eru með fullbúnu eldhúsi. Einnig er hægt að bóka fjölskylduherberg og tvíbýli. Öll herbergi og íbúðir eru með loftkælingu og svölum. Frábær kostur fyrir fjölskyldur. Staðsett í 60 km fjarlægð frá flugvellinum í Palma.  
Bóka