Portugal
, Albufeira

Clube Albufeira Garden Village

Yfirlit
Clube Albufeira Garden Village er gott 4 stjörnu íbúðahótel í Albufeira sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 2,5 km er í næstu baðströnd og lítill supermarkaður er á frá gististaðnum með helstu nauðsynjar. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 4 sundlaugar, fótboltavöll, mini golf, blakvöll, körfuboltavöll, tennisvöll og leiksvæði fyrir börn. Líkamsrækt, yoga tímar og krakkaklúbbur sem er opin mán-fös yfir sumartímann, fyrir börn á aldrinum 4-10 ára.   
Á hótelinu eru 2 veitingastaðir og 2 sundlaugarbarir. 

Staðsetning

Hótellýsing

Clube Albufeira Garden Village er gott 4 stjörnu íbúðahótel í Albufeira sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 2,5 km er í næstu baðströnd og lítill supermarkaður er á frá gististaðnum með helstu nauðsynjar. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 4 sundlaugar, fótboltavöll, mini golf, blakvöll, körfuboltavöll, tennisvöll og leiksvæði fyrir börn. Líkamsrækt, yoga tímar og krakkaklúbbur sem er opin mán-fös yfir sumartímann, fyrir börn á aldrinum 4-10 ára.   
Á hótelinu eru 2 veitingastaðir og 2 sundlaugarbarir. 
Í boði eru studíó íbúðir, íbúð með 1 svefnherbergi og íbúð með 2 svefnherbergjum.
Hægt er að velja um standard, superior eða premium íbúðir, athugið að loftkæling er ekki í öllum standard íbúðum. Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd. Svefnsófi, sjónvarp og hárþurrka. Lítið eldhús með ísskáp, örbylgjuofni og borðbúnaði. Þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er góð 4 stjörnu íbúðagisting sem hefur fjölbreytta afþreyingu á hóteli fyrir bæði börn og fullorðna og er í 2 km göngufjarlægð frá gamla bænum í Albufeira. 
Frá flugvellinum í Faro til Clube Albufeira Garden Village er um 38 km.
Bóka