Spánn
, Kanarí

Bungalows Miraflor Suites

Yfirlit
HL Miraflor Suites Hotel er gott 4 stjörnu hótel á ensku ströndinni sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og um 1,3 km eru niður á strönd. 
Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, 1 stór sundlaug og 1 barnalaug. Leiksvæði fyrir börn, skemmtidagskrá og lifandi tónlist er á hótelinu. 
Hótelið er staðsett í rólegu umhverfi en ekki langt í veitingastaði, bari, verslanir og Yumbo verslunarmiðstöðina. 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru smáhýsi með einu svefnherbergi og stúdíó íbúðir. Í öllum íbúðum er verönd, eldhúskrókur, borðbúnaður, lítill ísskápur, örbylgjuofn og ketill. Sjónvarp, sími, hárþurrka, loftkæling (hitun á veturna), þráðlaust net (gegn gjaldi) og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem fjölbreytt afþreying er í næsta nágrenni. 
Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 30 km á HL Miraflor Suites Hotel.
 
Bóka