Bungalows Cordial Biarritz er gott 3 stjörnu íbúðahótel á Playa del Inglés sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 15 mínútna ganga er á baðströndina Playa del Inglés og um 4 mínútna ganga er í næsta supermarkað. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug og heitur pottur. Ýmis afþreying er á hótelinu, leikvöllur fyrir börn, líkamsrækt og hægt er að fara í tennis og mini golf gegn gjaldi. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, snarlbar og bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Bungalows Cordial Biarritz er gott 3 stjörnu íbúðahótel á Playa del Inglés sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 15 mínútna ganga er á baðströndina Playa del Inglés og um 4 mínútna ganga er í næsta supermarkað. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug og heitur pottur. Ýmis afþreying er á hótelinu, leikvöllur fyrir börn, líkamsrækt og hægt er að fara í tennis og mini golf gegn gjaldi. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, snarlbar og bar. Í boði eru smáhýsi með 1 svefnherbergi, superior smáhýsi með 1 svefnherbergi, smáhýsi með 2 svefnherbergjum og superior smáhýsi með 2 svefnherbergjum. Í öllum gistivalmöguleikum er verönd. Sjónvarp, sími, svefnsófi, vifta og hárþurrka. Eldhús, örbylgjuofn, ketill, ísskápur og borðbúnaður. Þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). Í superior smáhýsunum er loftkæling. Þetta er góð einföld 3 stjörnu íbúðagisting þar sem stutt er í fjölbreytta afþreyingu, veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni. Um 5 mínútna gangur er í Yumbo center. Frá flugvellinum í Gran Canaria er um 34 km á Bungalows Cordial Biarritz.