Fuerteventura
, Corralejo

Bristol Sunset Beach

Yfirlit
Bristol Sunset Beach er gott 3 stjörnu íbúðahótel í Corralejo sem hentar vel fyrir pör. 
Aðeins er um 3 mínútna gangur í næsta supermarkað og um 550 metrar á næstu baðströnd. Garður hótelsins er lítill með 1 sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Hótelið er staðsett nálægt miðbæ Corralejo þar sem er að finna marga veitingastaði og bari. Fallegar göngu-og hjólaleiðir eru í næsta nágrenni og er höfnin í stuttri göngufjarlægð frá hótelinu. Á hótelinu er veitingastaður, bar og snarlbar. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru stúdíó íbúðir, junior svíta og íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðir hafa svalir eða verönd. Eldhús, ísskáp, örbylgjuofn og borðbúnað. Sjónvarp, sófa, hárþurrku, öryggishólf og þráðlaust net.Þetta er góð 3 stjörnu gisting á Corralejo svæðinu þar sem ýmsa afþreyingu er að finna svo sem brimbretti, jóga, hjólaferðir og margt fleira í næsta nágrenni. Frá flugvellinum er um 40 km á Bristol Sunset Beach.

Bóka