Alexandre Hotel Troya er 4 stjörnu hótel staðsett við Troya ströndina sem tilheyrir Amerísku ströndinni.
Góð staðsetning og í næsta nágrenni eru veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Í garði hótelsins eru sundlaug, barnalaug, leiksvæði fyrir börnin, sólbekkir og Palapa sundlaugabarinn. Krakkaklúbbur er á hótelinu með dagskrá yfir daginn og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Heilsulind er á hótelinu og líkamsræktaraðstaða. Hlaðborðsveitingastaður er á Troya sem er með fjölbreytt úrval rétta.
Hægt er að bóka gistingu með morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið. Standard herbergi á Troya eru frekar lítil en snyrtilega innréttuð í ljósum litum. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, sjónvarp, skrifborð og stóll. Greitt er aukalega fyrir öryggishólf og einnig er hægt að leigja lítinn ísskáp til að hafa inn á herbergi. Á baðherbergi er sturta, hárþurrka og snyrtivörur.
Alexander Club herbergi eru staðsett á efstu hæðum hótelsins og eru með sjávarútsýni. Á herbergi er Nespresso kaffivél, sloppar og inniskór. Gestir fá einnig aðgang að heilsulind hótelsins.