Frá Akureyri
, Tenerife - Playa de las Americas

Alexandre Hotel La Siesta

Frá164.900 ISK
Yfirlit

La Siesta er gott hótel, vel staðsett á Playa de las Americas ströndinni. Örstutt er á ströndina og göngugatna þar sem verslanir, barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái.  

Garðurinn á La Siesta er stór með tvær sundlaugar og litla barnalaug. Sólbekkir, sólhlífar og sundlaugabar. Magic Park er svæði sem er fyrir börnin. Á því svæði eru rennibrautir, ýmis leiktæki, leiksvið og aðstaða þar sem krakkar geta litað og málað. Einnig er svæði fyrir eldri börn og fullorðna með leiktækjum, fótboltaspilum, keilu, borðtennis og biljarð-borðum. Á daginn og kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.  

Staðsetning

Hótellýsing

El Drago er veitingastaður hótelsins en hægt að velja á milli því að vera með morgunverð, hálft fæði, fullu fæði eða allt innifalið.  
Hugguleg heilsulind er á hótelinu en greitt er aukalega fyrir hana ef ekki er bókað Club Alexander herbergi.  
Það eru tvær herbergistýpur á La Siesta, Tvíbýli og Tvíbýli Club Alexander.  
Tvíbýlin geta verið misstór en þau er flest rúmgóð. Öll herbergi eru  
 loftkæld með hárþurrku, sjónvarpi, síma öryggishólfi og litlum setkrók. 
Club Alexander herbergin eru jafn stór og hefðbundin herbergi, en þau eru öll með garðsýni og betur útbúnum baðherbergjum. Kaffivélar fylgja þessum herbergjum en kaffihylki aðeins við komu á hótelið. Gestir fá einnig baðsloppa og inniskó og aðgang að heilsulind hótelsins.  
 
 
 
Frá 164.900 ISK
Bóka