Kraká
Kraká er stórkostleg og ein af fallegustu borgum Póllands. Borgin er sú elsta í Evrópu og er rík af menningu, listum, glæstum arkitektúr og sögulegri arfleið.  
Kraká er staðsett á bökkum Vistula árinnar í Lesser heraði við landamæri Tékklands og var i árhundruðir höfuðborg Póllands. Má rekja sögu Krakow aftur til 7. aldar, svo gömul er hún. 
Gamli bærinn í Kraká er á heimsminjaskrá UNESCO og er einstakur útaf fyrir sig ásamt Wavel kastala og Kazimierz hverfinu.Út frá aðaltorginu Rynek Główny liggja götur í allar áttir, meðal annars helstu verslunargötur borgarinnar, Grodzka og Floriańska. Við enda Floriańska götunnar er eina borgarhliðið sem enn stendur og hluti af gömlu virki sem kallast Barbakan. Verðlag í Kraká er mjög gott og hagstætt þykir að versla, drekka og borða í borginni.  
Áhugaverðir staðir  
Auschwitz – Voru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir nasista í seinni heimstyrjöldinni. Búðirnar samanstóðu af þremur aðalbúðum og rúmlega 40 undirbúðum. Í búðunum voru 1,3 miljónir líflátnir og 85 % af þeim gyðingar.    
Maríu kirkjan – Eitt frægasta tákn Kraká og einnig Póllands, kirkja frá 13. öld með tveimur misháum turnum. Úr þeim efri er spilað á klukkutíma fresti sérstakt lag kallað "Hejnał" sem hefur orðið að tákni Kraká. 
Kirkja heilags Alberts - Ein elsta kirkjan í Kraká, talið að byrjað hafi verið að byggja hana á 10. öld. 
Söfn - Fjöldi safna er að finna Kraká og má þar nefna söfn eins og Gyðingasafnið, Oskar Schindlers verksmiðjusafnið, Gestapo safnið, auk ýmissa safna með pólskri list. 
Wawel-hæðin -Aðeins utan við gamla miðbæinn liggur Wawel-hæðin þar sem gamli konungskastalinn stendur. Einn hluti kastalans er dómkirkja þar sem flestir konungar Póllands eru grafnir. Wawel hæðinni tengist þjóðsaga um dreka sem ætlaði að éta alla íbúa Kraká en var drepinn af fátækum skósmið sem fékk konungsdótturina að launum. Í Wawel hæðinni er lítill hellir sem er sagður hafa búið í, og fyrir utan stendur stytta af drekanum sem er vinsæll myndatökustaður fyrir túrista.