Verona og Gardavatnið

Verona er ein elsta og fegursta borg Ítalíu frá tímum  Rómaveldisns. Verona er borg Shakespeare´s, Rómeó og Júlíu. Borgin er á heimsminjaskrá UNESCO og er heimsfræg fyrir sínar stórkostlegu sögulegu byggingar, torg og stræti. Það er óhætt að segja mest heimsótti staður af ferðamönnum  í  Verona  er hús Capulet fjölskyldunnar. Húsið er frá 13. öld og ber það hæst svalir Júlíu en þar stóð hún og hlustaði á ástarjátningar Rómeós.  Piazza Erber er töfrandi torg í gamla bænum með fallegum byggingum og líflegum markaði. Forum  Romanum var hérna til forna. Piazza dei Signori torgið prýða glæsilegar byggingar og höll og íburðarmiklar grafir Scaligeri fjölskyldunnar. 

Áhugverðir staðir 

Gardavatnið - Fáir staðir á Ítalíu hafa notið jafn mikilla vinsælda og  Gardavatnið, sem er talið eitt fegursta stöðuvatn landsins.  Náttúrufegurðin við Garda er engu lík og það er yndislegt að heimsækja þennan stað. Frá Verona að Sirmione eru aðeins 40 km. 
Arena, rómverskt hringleikahús - tæplega 2000 ára gamalt og stendur við Piazza Bra. Þar fóru fram bardagar upp á líf og dauða milli skylmingaþræla borgarbúum til skemmtunar. Leikhúsið tekur yfir 22 þúsund manns og í dag er það notað á sumrin fyrir óperur og tónleika. 
San Zeno Maggiore – Kirkja í rómönskum stíl sem talin er ein sú fegursta kirkja Norður–Ítalíu. Sérlega merkileg er „biblía fátæka mannsins“, útihurð með 48 myndskreyttum bronsplötum, meistaraverk frá 11. og 12. öld.  
Valpolicella vínsmökkun – Fyrir þá sem hafa áhuga á góðum léttvínum ættu að heimsækja Valpolicella og fræðast um vínframleiðsluna og fá að smakka. En þetta vín hefur verið ræktað síðan á 5. öld.  Valpolicella er staðsett rétt fyrir utan Verona borgina eða sirka 20 km fjarlægð.