Napólí, Sorrento og Amalfi

Napolí er höfuðborg Campania héraðsins og er langstærsta borgin í suðurhluta Ítalíu. Napólí stendur við fallegan flóa og í fjarska er hið volduga eldfjall Vesúvíus. Gamli hluti borgarinnar hefur sinn sjarma en hann er á heimsminjaskrá UNESCO. Helstu kennileiti borgarinnar eru Dómkirkjan, Konungshöllin, Nýji kastalinn, San Carlo óperuhúsið og Sameiningatorgið svo eitthvað sé nefnt.

Pizzan á sinn uppruna að rekja til Napólí sem og Mozarellaosturinn. Í hlíðum Vesúvíus er framleitt vín sem tilvalið er að smakka með pizzunni og ostinum góða. Í Napólí eru einnig góðir sjávarréttastaðir og í þröngum götum eru kaffihús, krár og verslanir.  Vía Toledo er ein af aðal verslunargötunum  í Napóli og hér er líka Galleria Umberto verslunarkjarninn. Í næsta nágrenni við Napóli eru fjölmörg ítölsk smáþorp sem laða að sér ferðamenn og skal engan undar. Má þar nefna Amalfi ströndina, Pompei og Sorrento. Fyrir fólk sem hefur áhuga á göngu og útivist eru komnir í sannkallaða paradís en gönguferðir um þetta svæði er hreint ævintýri líkast.  
Amalfi strönd 
Amalfi ströndin er einn eftirsóttasti ferðamannstaður á Suður- Ítalíu og er það ekki að ástæðulausu. Amalfi ströndin er töfrandi strandlengja sem varðveitir gömlu Ítalíu, byggingalist, matreiðsla og töfrandi landslag. Amalfi er staðsett í um 60 km fjarlægð frá Napólí og er þetta einn helsti áfangastaður ferðamanna sem vilja upplifa ósvikna menningu í einstöku umhverfi. Það er ekki að undra en að þetta svæði er á heimsminjaskrá UNESCO. Margir litlir bæir og þorp eru meðfram strandlengjunni eins og Ravello, Postitano en Amalfi bærinn er óneitanlega geimsteinn héraðsins. Fjölbreyttar gönguleiðir eru um þetta svæði sem enginn gönguáhuga maður má láta framhjá sér fara.  
Sorrento  
Þessi litla borg í Campania héraðinu hefur verið nefnd, land hafmeyjanna, land appelsínu og sítrónu, land litanna svo eitthvað sé nefnt. Brattar hlíðar bæjarins, sjávarklettar og stórkostlegt útsýni yfir til Capri er Napólí flóa þetta er  Sorrento. Það er hér sem að Limonocello og Gnocchi eiga  uppruna sinn. Fallegar litríkar byggingar, lítil hótel, verslanir, kaffihús og ítalskir veitingastaðir eru á hverju strái við torgið og höfina. Fyrir útivistarfólk eru frábærar gönguleiðir í stórbrotinni náttúru  á Sorrento skaganum.  
Capri 
Hin fallega eyja Capri er staðsett rétt fyrir utan Napólí og tekur sigling þangað rúmlega klst. Náttúrufegurð þessari eyju má líkja við lystigarð. Gönguferð um þessa eyju er ævintýri líkast og er suðaustur svæðið talið vera fallegast hluti hennar. Klettar, drangar, sítrónutré, vínviður, ólívur og hinns stórkostlegi Blái hellirinn. Báturinn sigling til Marine Grande sem er gamalt fiskiþorp en í dag er þetta lítill ferðamannbær. Gaman er að setjast niður á kaffihús eða veitingastað við höfnina og horfa á mannlífið og taka svo smá rölt um bæinn og kíkja í verslanir hjá heimamönnum.