Orlando
Orlando er einn af vinsælustu ferðamannastöðum heims og það ekki að ástæðu lausu. Allt árið um kring eru sólríkir dagar og hitastigið frá 20-30 gráðum. Fallegar strendur, fjölbreytt næturlíf,  glæsilegir golfvellir, verslanir og fjölmargir skemmtigarðar. Þetta og svo margt fleira er að finna í Orlando.