Boston

Boston er ein elsta en jafnframt yngsta borg Bandaríkjanna. Í þessari sögufrægu borg er meðal annars að finna hinn virta háskóla Harvard, sem er jafnframt er elsti háskóli landsins, stofnaður árið 1636. Þetta er borgin sem gerði ýmislegt fyrst. Þar má nefna til dæmis fyrsti háskólinn í Bandaríkjunum, fyrsta verkalýðsfélagið var í Boston, fyrsta neðanjarðarlestakerfið í Bandaríkjunum opnaði 1897 og þar var einnig fyrsti bardaginn haldinn í Bandarísku byltingunni.

Í Boston er frábær pizza jafnvel metin og góður humar á flottum veitingastað. Hér er að finna eina  hörðustu hafnarbolta aðdáendur landsins, Red Sox. NBL liðið Boston Celtics spilar í borginni og NFL liðið New England Patriots eru aðeins nokkrum kílómetrum frá borginni, Foxborough. Fyrir þá sem vilja versla þá er sérstaklega hagstætt að versla í Boston þar sem enginn söluskattur er á fötum. Að upplifa haustlitina í Boston og nágrenni er talið vera eitt af topp 25 að upplifa í USA! Boston er æðisleg jafnt á heitum sumardegi sem á köldum vetrardegi. Gersemi sem er fyrir alla fjölskylduna. 
Áhugaverðir staðir 
Freedom Trail eða Frelsisstígurinn er ganga um Bandaríska sjálfstæðissögu. Þar er fjallað um helstu minnisvarða Boston frá Bandarísku byltingunni. Stígurinn er auðfundinn í borginni enda er þetta rauð múrsteinalína í gegnum borgina og er hann um 3 km á lengd. 
Skywalk Observatory í Prudential byggingunni er frábær útsýnisstaður yfir Boston. Þá bæði í dagsbirtu og í kvöldljósadýrðinni. Um að gera að panta sér hér drykk og njóta! 
Museum of fine arts Þarna er að finna um 450.000 verk frá hinum ýmsu tímum og heimshornum. 
Cheers „Where everybody knows your name“... en í raun kann enginn á barnum nafnið þitt né allra hinna túristana sem hafa skellt sér á staðinn. Barinn sjálfur var aldrei í sjónvarpsþáttaröðinni, aðeins framan á barnum sem birtist í byrjun þáttarins. Engu að síður skemmtileg upplifun á koma þangað og ekta bar matur sem klikkar seint í Bandaríkjunum.  
Harvard háskólinn eða háskólatorgið. Einnig er hægt að skoða The Harvard Collection of Historical Scientific Instruments eða Vísindasögusafn Harvards háskóla. Þar má finna muni úr heimi tækni og vísinda frá því vísindakennsla hófst í Harvard. 
Samuel Adams Brewery fyrir bjórþyrsta þá er hægt að skella sér í skoðunarferð um bjórverksmiðjuna Samuel Adams. Mælum með að fólk taki með sér vegabréfið þar sem óskað er eftir skilríkum í skoðunarferðina.  
Boston Duck Tours er skemmtileg skoðunarferð um borgina. Leiðsögumennirnir eru ofur hressir og segja skemmtilegar sögur af borginni. Keyrt er um borgina og þegar keyrt er í átt að vatninu þá breytist bíllinn í bát og siglir um borgina þar sem fleiri sögur eru sagðar þaðan. Öðruvísi skoðunarferð sem vert er að kynna sér betur 
Verslun 
Verslunargötur: Newbury Street, Beacon Hill, Charles Street, Inman Square, Harvard Square, Massachusetts Avenue. 
Verslunarmiðstöðvar: Prudential Center, Copley Place, Galleria Cambridge Side, South Shore Plaza (utan Boston), South Bay Center (utan Boston). 
Outlet: Wrentham Village Premium Outlet, það er örlítið utan við Boston. Hægt er að komast þangað í bíl, leigubíl eða rútu.