Manchester er frábær borg til þess að versla og skemmta sér Næturlífið hefur gott orð á sér en auðvitað er borgin þekktust fyrir fótboltann. Manchester er norðan við London og tekur rúmlega tvær klukkustundir að ferðast til borgarinnar frá London Euston lestarstöðinni. Borgin hefur ríka iðnaðarsögu og er næst stærsta borg Bretlandseyja með 2.5 milljónir íbúa.
Manchester er þekkt fyrir góðan mat og drykk og allaf bætast við fleiri góðir veitingastaðir í borgina.
Rafrænt ferðaleyfi
Farþegar á leið til Bretlands þurfa að sækja um rafrænt ferðaleyfi (ETA). Sækja þarf um ETA-heimild í síðasta lagi 72 klst. fyrir brottför. Athugið að farþegar sem eru ekki með ETA-heimild eiga á hættu að vera neitað um borð í flug til Bretlands.
Veitingastaðir
Hawksmoor er góður steikarstaður og ekki er eftirrétturinn síðri. Skoðið frekar á www.thehawksmoor.com
Changos Burrito Bar er ótrúlega skemmtilegur mexíkanskur staður á Oxford Street. Hér er ekkert á matseðlinum yfir 5,50 pund. Skoðið nánar á http://www.changos.co.uk
B.Eat Street er skemmtilegur staður þar sem félaginn sem veit aldrei hvað hann á að fá sér finnur sér eitthvað á B.Eat Street. Þar er indverskur, kínverskur, amerískur og evrópskur matur. Það þarf svo ekki að leita langt til að fara út að skemmta sér, kíktu bara við á efri hæðina. Skoðið nánar á http://www.beatstreetmcr.co.uk
Crazy Pedro´s er fyrir pítsu aðdáendur. Endilega skoðið betur á http://crazypedros.co.uk
Tusk er afrískur kokteil bar sem er staðsettur í Northen Quarter í Manchester. Skoðið nánar á http://www.tuskmanchester.co.uk
Verslunarmiðstöðvar og verslanir
Verslunarmiðstöðin Manchester Arndale er í hjarta miðborgar Manchester og hefur að geyma yfir 200 verslanir.
Cheshire Oaks Designer Outlet er það eitt sinnar tegundar í Bretlandi. Hér er margt að finna fyrir lítinn pening.
Í Nothen Quarter er skemmtilegt svæði þar sem margar verslanir, plötubúðir, kaffihús og veitingahús eru. Mælum með að kíkja í stúdíóin í Manchester Craft & Design Centre og kíkja svo á Oklahoma og Piccadilly Records.
Íþróttabarir
Manchester United aðdáendur kíkja á stemninguna á The Bishops Blaize fyrir og eftir leiki. Barinn er þekktur fyrir góða fjölskylduvæna stemningu og ódýran bjór. Barinn er staðsettur á 708 Chester Road, Manchester.
Manchester City aðdáendur peppa sig upp á Pub Bradford Inn , 450 metrum frá leikvellinum. Barinn er staðsettur á 112-114 Bradford Road, Manchester,
Ef þú ert ekki á leiðinni á leik en langar að fara á barinn fyrir íþróttaviðburð þá er Mary D´Bemish Bar málið. Hann er staðsettur á 13 Grey Mare Lane Manchester.