Aðventuferðir
Þegar aðventan gengur í garð er dásamlegt að heimsækja Manchester, London eða Kaupmannahöfn.
Það er þessi tími þegar borgirnar eru skreyttar ljósum og jólamarkaðir eru út um alla borg með alskyns jólavarning í boði. Ristaðar möndlur, heitt kakó og Glühwein og fleira góðgæti sem gaman er að gæða sér á. Gera jólainnkaupin og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum á þessum skemmtilega tíma ársins.